Hlíðasmári 17, Kópavogur sími 550 3000
Magnús Leópoldsson
lögg. fasteignasali
magnus@fasteignamidstodin.is
Kaffi Kjós við Meðalfellsveg
Tilboð
185,3 m2
Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð sem er staðsett er á 3500 m2 eignarlóð í suðurhlíðum Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn. Akstursfjarlægð frá Reykjavík er um 50 km, við þjóðveg nr. 461, um 5 km frá Hvalfjarðarvegi sem er þjóðvegur nr. 47. Þar er veitingarsala og verslun. Þar er lögð áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu umhverfi.
Þetta er fyrirtæki í góðum rekstri sem gefur einnig möguleika á frekari starfsemi.
Til sölu jörðin og ferðaþjónustan Brekkulæur B og D landnúmer 217343 og H landnúmer 219930.
Ferðaþjónustan hefur gott orðspor og mikil sambönd. Nánar tiltekið er um að ræða jörð og hlunnindi, húsakost og búnað fyrir ferðaþjónustu. Öll aðstaða við rekstur ferðaþjónustu er til fyrirmyndar og allt til alls og allt mjög áhugavert. Hús alment í góðu ástandi. Staðsetning er góð í gróinni sveit á jörð með umtalsverð hlunnindi í einni albestu laxveiðiá landsins. Undir fastanúmer 231-7856 og …
Skógarbót, Borgarfirði
Tilboð
20,0 ha
A-Gata 22 frístundahús, Grímsnes -
Kr. 120.000.000
145,1 m²
Húsið sem er í raun heilsárshús var byggð með markmiði um sjálfbærni í vali á byggingarefnum og í að raska sem minnist lóðinni. Form hússins er klassískt mænis þak með tveimur kvistum á annarri hlið sem mynda skemmtilegt uppbrot á þaki með frábæru útsýni. Húsið er heilklætt að utan bæði veggir og þak með “en på to” furuvið. Gluggar og hurðir eru úr áli í áberandi rauðum lit að innan og utan sem gefa húsinu ákveðna sérstöðu í útliti. Allt burðarefni og klæðningar eru úr timbri í húsinu. Sökklar eru…
nánar
Skálabrekka-Eystri við Þingvallavatn
Tilboð
1 ha
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu þrjár frístundalóðir úr jörðinni Skálabrekka-eystri við Þingvallavatn í Bláskógabyggð.
Um er að ræða fjórar frístundalóðir úr jörðinni Skálabrekka-eystri við Þingvallavatn. Hver lóð er einn hektari að stærð. Um er að ræða eignarlóðir.
Áhugavert umhverfi á þessum eftirsótta stað sem er aðeins í 30 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Sumarhús Hrísbrúarlandi
Kr. 47.000.000
32,3 m2
Til sölu sumarhús 32,2 m2 á eignarlandi sem hefur verið nefnt Egilsdys við Köldukvísl í Mosfellsdal, Fasteignanúmer F208-2081 og landeignanúmer L123679. Húsið er eitt rými. Lítill eldhúskrókur og salernisaðstaða eru í húsinu. Hellulögð verönd fyrir framan húsið. Vatnstankur, ljósavél, sólarsella og nýleg rotþró eru við húsið. Rafmagn komið að lóðamörkum. Niðurgrafinn geymsla er á lóðinni og nýtist sem geymsluskúr. Lóðin er vel gróin og skjólsæl og utan alfararleiðar. Áhugaverð eign fyrir aðila sem …
Laugavegur 87, Reykjavík
Kr. 350.000.000
290,4 m2
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu fasteignina Laugavegur 87, 101 Reykjavík. Fasteignanúmer F200-5358 og landeignanúmer L101598. Eignin er í dag alls um 290,4 m2. Verslunarhæðin ásamt kjallara er samtals 189,4 fm. Á annarri hæð er 101 m2 íbúð. Viðbótar byggingarréttur er talinn geta verið allt að 700 m2 ef um hann er sótt. Hér er því um að ræða áhugavert byggingarverkefni. Vel má nýta húsið í núverandi ástandi, húsið er allt í útleigu og getur verið það áfram.
Söðulsholt, Eyja- og Miklaholtshr.
Tilboð
2.158, m2
Til sölu jörðin Söðulsholt í Eyja og Miklaholtshreppi póstnúmer 342 Stykkishólmur. Jörðin er glæsileg landmikil bújörð á sunnanverðu Snæfellsnesinu með óvenju miklum nýlegum húsakosti. Landstærð um 1.117.7 hektarar. Landið er fjölbreytt með fallegum klettabeltum, tún um 25 hektarar, skógrækt en plantað hefur verið 200.000. síðustu 20 árin. Hitaveita úr borhola í eigu sex bæja. Húsakostur er nýlegt Íbúðarhús stærð 201 m2 sem skiptist þannig, forstofa, hol, eldhús, borðstofa og ...
Fasteignamiðstöðin Hlíðarsmára 17, 201 í Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Grímarsstaðir 2, fasteignanúmer F2276552, landeignanúmer L199931, Borgarbyggð.
Um er að ræða vel staðsetta húsalausa jörð rétt hjá Hvanneyri í Borgarfirði. Landstærð rúmir 200 hektarar gróið og afgirt land. Kjörið t.d. fyrir hestafólk.
Lambeyri eystri, Tálknafjörður
Tilboð
504,9 m2
Til sölu jörðin Lambeyri eystri fasteignanúmer F212-4330 og landeignanúmer L140301 Tálknafirði.
Engin nýtanlegur húsakostur. Landstærð samkvæmt Þjóðskrá 180,6 hektarar. Jörðin á land að sjó. Skemmtilegt umhverfi.
Kolsstaðir land, Dalabyggð
Tilboð
Lorem
Keflavík, Suðureyri
Jörðin Keflavík er á milli Skálavíkur og Súgandafjarðar. Galtarviti sem er í landi Keflavíkur stendur í vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Víkin snýr mót opnu hafi og eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanum. Hægt að komast til Keflavíkur fótgangandi, á snjósleða eða sjóleiðina. Gönguleiðin er frá 3 til 4 klst. gangur. Í fyrrum afsali stendur ma "... jörðin Keflavík, Ísafjarðarbæ, er með mannvirkjum, þ.e íbúðarhúsi, vélarhúsi, litlu útihúsi ásamt öllum þeim gæðum sem jörðinni fylgja og fylgja ber. Jörðin hefur fasta…
Kr. 70.000.000
600 ha
nánar
Hraunsás III, Borgarbyggð
Kr. 42.000.000
19 ha
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000
er með til sölu mjög áhugavert 19 hektara eignarland nefnt Hraunsás III landnúmer 204514 Borgarbyggð.
Gert er ráð fyrir að landið sé selt sem ein heild. Hér er um að ræða land í fögru umhverfi. Til er skipulag sem var í vinslu en er ósmþykkt fyrir alls 13 sumarhúsalóðir á þessu 19 hektara landi ef það hentar. Ekki vantar mikið uppá að hægt sé að ljúka því ferli. Mjög áhugaverð staðsetning stutt frá Húsafelli.
Reynikelda, Dalabyggð
Kr. 54.000.000
ha
Land Reynikeldur 1 í séreign fyrir neðan fjall um 122,9 hektarar auk þess mikið land í óskiptri sameign. Land jarðarinnar er gróðurríkt og ríkt af tærum vatnsuppsprettum sem koma undan fjallinu. Gott berjaland. Á jörðinni er sumarhús sem er 23,3 fm. Húsið er timburhús sem stendur á steyptum sökkli. Húsið er einangrað með steinull, tvöfalt gler, húsið er í þokkalegu ásigkomulagi. Húsið er hitað með rafmagnsofnum. Ljósleiðari hefur ekki verið tekinn inn í húsið en er við lóðarmörk. Kalt vatn er tekið úr…
nánar
Stóru-Reykir, Flókadal, Skagafirði
Kr. 90.000.000
505,5 m2
Lögbýlið Stóru-Reykir, Sveitarfélaginu Skagafirði. Jörðin er staðsett á sérlega fallegum stað í Flókadal í Fljótum. Heitavatns-uppsprettur eru nærri íbúðarhúsinu og nægja vel til upphitunar. Sundlaug og heitur pottur. Umtalsverð skógrækt hefur verið stunduð á jörðinni undanfarna áratugi sem er farin að setja mikinn og skemmtilegan svip á staðinn. Ljósleiðari kominn inn í íbúðarhús. 3ja fasa rafmagn til staðar. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár er húsakostur eftirfarandi. …
Flókastaðir Fljótshlíð
Kr. 155.000.000
814 m2
Til sölu jörðin Flókastaðir, Rangárþingi eystra, fasteignanúmer F219-3635 og landeignanúmer L164009 póstnúmer 861 Hvolsvöllur. Flókastaðir eru lögbýli staðsett í afar fallegri sveit. Jörðin er á frábærum útsýnisstað í Fljótshlíðinni. Aksturs-fjarlægð frá Hvolsvelli er um það bil átta mínútur. Á jörðinni er eldri húsakostur, sem segja má að sé allur barn síns tíma. Landstærð jaðarinnar er talin vera um 125 hektarar, þar af ræktað land samkvæmt þjóðskrá um 35 hektarar. Jörðin er án bústofns véla og án framleiðsluréttar.
Hlíðarendi Fljótshlíð
Tilboð
420 ha
Mjög áhugaverð jörð í fögru umhverfi með einstaka sögu og fallegu útsýni innarlega í Fljótshlíðinni. Jörðin er talin um 420 hektarar að stærð þar af ræktað land skráð 16,4 hektarar. Landið liggur beggja megin þjóðvegar, gott ræktunarland neðan vegar og fallegt heiðarland uppfrá hlíðinni. Auk þess á jörðin hlutdeild í óskiptu landi efst í heiðinni að Hæringsfelli ásamt Hallskoti Nikurlásahúsum og Hlíðarendakoti.
Jörðinni fylgir enginn húsakostur. Að auki eru spildur sem innar í hliðinni að Þorsteinslundi. Falleg jörð á einstök
Auði-Hrísdalur, Bíldudal
Kr. 154.900.000
247,2 m2
Fasteignamiðstöðin Hlíðarsmára 17, 201 í Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Auði-Hrísdalur, fasteignanúmer 212-4611, landeignanúmer 140432 í Vesturbyggð.
Jörðin er stórbrotið land og falleg fjara með einstöku og eftirsóttu fjörugrjóti.
Jörðin er skilgreind að hluta sem iðnaðarsvæði og opin náma til efnistöku. Hafa verið tekjur af því og ásamt leigu á geymslusvæði. Í gegnum dalinn rennur á sem mögulega er hægt að setja upp smávirkjun.
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Haugur fasteignanúmer F213-3064 og landeignanúmer L144077 í Miðfirði póstnr. 531 Hvammstangi.
Töluverður húsakostur. Landstærð talin vera alls um 800 hektarar. Veiðihlunnindi frá Núpá sem rennur í Miðfjarðará. Jörðin er án bústofns véla og án framleiðsluréttar.
Efri-Þverá II, Húnaþingi vestra
703,2 m2
Tilboð
Nánar tiltekið er um að ræða jörðina Efri-Þverá II landnúmer 223336, með hlutdeild í óskiptu landi jarðarinnar Efri-Þverá landnúmer 144528.
Efri-Þverá IIA íbúðarhús landeigna-númer 228030 byggt 1968 er 157,5 fm og viðbygging byggð 1994 29,8 fm. Viðbygging er þvottahús og kjallari þar sem er stór og góð sánaklefi, útgengt er út úr þvottahúsi og forstofu. Búr inn af eldhúsi. Í þremur herbergjum eru fastar kojur. Véla-/verkfærageymsla 131 m2 frá 1988, hesthús 384,5m2 með áburðarkjallara frá 1985,…
nánar
Haukabrekka Snæfellsnesi
Kr. 25.000.000
0,0 m2
Til sölu einn hluti í jörðinni Haukabrekka landnúmer 137485 á Skógarströnd. Jörðin er um 1100 hektarar í einum fallegasta dal á Vesturlandi. Um 20 mínútna akstur er í Stykkishólm, sem margir telja einn fallegasta bæ á Íslandi, þar er boðið upp á alla þjónustu, sundlaug; golfvöll; siglingar, sjávarfuglaveiði, sjóstangaveiði o.s.frv. Sömu eigendur hafa verið að jörðinni síðan 1998.
Sex eigendur eru að jörðinni og eru einn hlutur til sölu. Hverjum eignarhlut fylgir rúmlega hektari lands…
Vindás 8 hesthús, Borgarnes
Kr. 25.000.000
230,0 m2
Fasteignamiðstöðin, Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 550 3000 er með til sölu hesthús við Vindás 8, Borgarnesi.
Um er að ræða allt húsið sem er innréttað fyrir 30 hross í eins og tveggja stíum. Kaffistofa og snyrting. Hitaveita kominn í hús.Rúmgott gerði.
Hamar í Fljótum
Tilboð
0,0 m2
Til sölu er 50% eignarhluti í jörðinni Hamri í Fljótum í Skagafirði. Jörðin sem er í óskiptri sameign liggur vestanvert að neðsta hluta Fljótaár og að Miklavatni og er talin vera um 100 hektarar. Þótt um eyðibýli sé að ræða hafa tún verið nýtt af bónda í nágrenninu og eru því í góðri rækt en ræktað land er um 10,6 ha. Jörðinni fylgir eignarhluti í vatnasvæði Miklavatns og þriggja áa sem í það renna en þar veiðist bæði lax og silungur. Í Hamarslandi er gott berjaland auk þess sem gæsa…
1.170,6 m2
Möðruvellir II, Kjósarhreppi
Tilboð
Til sölu áhugaverð jörð með útihúsum og íbúðarhúsi að Mörðuvöllum II landnúmer 126450 í Kjósarhreppi. Jörðin er í eigu Bílfell ehf kt.560785-0549. Áhugaverð jörð m.a.vegna staðsetningar og hlunninda í aðeins 45 km akstursfjarlægð frá Reykjavík. Jörðin býður upp á mjög mikla og marga möguleika sem tengist m.a. ferðaþjónustu. Einnig mikið og fallegt landsvæði sem gæti hentað undir sumarhúsabyggð, golfvelli, frístunda-búskap og hrossabúskap o. fl. Mjög góðar gönguleiðir- og reiðleiðir. Í landinu…
nánar
Egilsstaðir land, Fljótsdalshéraði
Kr. 48.000.000
877 ha
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550 3000 er með í sölu um 87,7 hektara úr jörðinni Egilsstöðum á Austur-Héraði nú Fljótsdalshéraði, landnúmer 194488. Landið er á milli Fagradalsvegar og Eyvindarár frá Hálslæk að Illamel. Landið er stórglæsilegt mikið skógi- og kjarrivaxið með flötum inn á milli. Við ána er gljúfur með klettum og klöppum. Á landinu er mjög fjölbreyttur gróður. Hluti af landinu er mögulegt byggingarland. …
Eyvindará I Fljótsdalshéraði
Tilboð
0,0 m2
Um er að ræða jörðina Eyvindará 1, Fljótsdalshéraði. Enginn húsakostur. Í Fljótsdælu er Eyvindará sögð ,,eitthvert bjargmest land í héraðinu og þokkaland allmikið". Þar er sagður haugur Helga Droplaugarsonar. Hann er vís og friðlýstur og Helgi þar tryggilega geymdur, því að eitilhörð klöpp er í hólnum undir rekustungudjúpu jarðvegslagi. Sömuleiðis er friðlýst rústabunga, þar sem bærinn er talinn hafa staðið fyrr. Eyvindará er bændaeign frá fornu fari, mun þó hafa verið Skriðuklausturseign um tíma fyrr á öldum. Uppsalir hjáleiga þaðan.
Guðnabakki, Borgarbyggð
Tilboð
230,5 m2
Guðnabakki er all stór jörð miðað við það sem gerist í Borgarfirði, talin milli 450-500 hektarar að stærð. Helstu einkenni jarðarinnar er mikil fjölbreytni í landslagi og landkostum. Þar má finna grasi vaxna brokflóa, valllendi, mýrlendi, skóglendi, gróin klettabelti og þurra mela víða. Ræktanlegt land er mikið, trúlega allt að 270 hektarar. Jörðin er ein af meiri laxveiðijörðum á Íslandi, með stóra hlutdeild af laxveiði í Þverá í Borgarfirði. Sum ár hafa 15-20% af heildarveiði í ánni komið upp …
Dagverðarnessel, Dalabyggð
Tilboð
250 ha
Til sölu jörðin Dagverðarnessel, landnúmer 137751 póstnúmer 371 í Dalabyggð. Jörðin er talin vera um 250 hektarar að stærð. Jörðin liggur á lágu nesi sem skagar út til suð-vesturs frá Fellsströnd. Enginn uppistandandi húsakostur er á jörðinni en jörðin hefur verið í eyði í mörg ár. Landamerkjalýsing frá 1884 er sem hér segir: Að austanverðu ræður efri lækurinn, sem rennur úr Stuttugötuflóa út í Kvennahólsvog, hjá honum er hogginn kross og hlaðin varða, svo er varða hlaðin úr…
Hraunkimi, Kolsstöðum
Kr. 4.800.000
230,5 m2
Til sölu sumarhúsaland við Hraunkima 29 landeignanúmer 177840 og hlutdeild í jörðinni Kolsstaðir II í Borgarbyggð.
Svæðið er að hluta til skipulagt sumarhúsasvæði við Litlafljót í landi Kollsstaða II í Hvítársíðu. Með kaupum á sumarhúsalóðinni eignast kaupandi einnig 6,06% eignarhlut í jörðinni Kolstaðir II, Mjög fallegt er á þessu svæði og mikill fjölbreytileiki í náttúrunni. Gott útsýni til Oks, Lang- og Eiríksjökuls, Strúts og auk þess sést niður til Húsafells og stutt…
Selhagi, Borgarbyggð
Tilboð
390 ha
Selhagi er innsti bær í byggð í fyrrum Stafholtstungnahreppi. Upphaflega byggð út úr Ásbjarnarstöðum og hét þá Ásbjarnarstaðasel. Þar var föst búseta til 1959. Síðan hefur jörðin verið nytjuð til hagabeitar fyrir hross og sauðfé, en fjárbú var rekið þar til 1965. Landstærð um 390 hektarar. Jörðin má heita húsalaus, en þar er íbúðarhús, byggt um 1927-30 steinbær með tyrfðu þaki. Sá húsastíll markar upphaf nýrrar byggingarstefnu í íslenskum sveitum eftir að torfbæirnir runnu sitt skeið. …
Krossbær 2, Hornafjörður
Tilboð
74,5 ha
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000
er með til sölu jörðina Krossbæ 2, Sveitarfélaginu Hornafirði. Um er að ræða 74,5 ha sem teknir voru úr jörðinni Krossbæ auk þess af afréttarlandi Krossbæjar.
Engin húsakostur. Hitaveita væntanleg á svæðið. Veiðimöguleika í fallegu umhverfi.
Tilboð óskast.
Arnarvatn 3, Mývatn
Kr. 19.000.000
0,0 m2
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000
er með til sölu jörðina (1/3 hluta) Arnarvatn 3 landnúmer 153537 í Mývatnssveit
Umræddur eignarhluti er án húsakosts. Jörðin er í óskiptri sameign.
Borgarbraut 1-3, Borgarnes
Kr. 33.000.000
91,2 m2
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu 91,2 m2 íbúð, við Borgarbraut 1-3 Borgarbyggð. Húsnæðið skiptist í forstofu með forstofuskáp, stofu og eldhús sem er í einu rými, rúmgott hol, eitt svefnherbergi með geymslu innaf. Stórt baðherbergi með sturtu og góðum skápum. Plastparket á stofu, holi og svefnherbergi, flísar á baði. Húsnæðið var tekið í gegn fyrir nokkrum árum. Stutt í alla þjónustu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Leiga kemur til greina.
Merkigil, Sgagafjörður
Tilboð
561,1 m2
Til sölu er jörðin Merkigil í Austurdal í Skagafirði, fastanúmer 2141950 landnúmer 146316. Jörðin er talin vera um 8.200 hektarar (ónákvæmt). Land jarðarinnar er um 10 km á lengd á bakka Jökulsár eystri, frá Ábæjará í austri að Merkigili í vestri. Vestur af bænum er allnokkuð mýrlendi en til austurs frá bænum meðfram Jökulsánni eru uppgróin valllendis tún. Austan og sunnan þessa undirlendis er fjallshlíð, að mestu gróin. Íbúðarhúsið er steinsteypt frá árinu 1949, ein hæð og ris og kjallari undir þriðjungi…
Reykir sumarhúsalóð við Svínavatn
Tilboð
0,0 m2
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000
er með til sölu sumarhúsalóð nefnd Reykir lóð við norður enda Svínavatns í Húnavatnshreppi. Landnúmer L215963. Fastanúmer F2337852. Samkvæmt þjóðskrá er lóðin 3000 m2 eignarlóð.
Tilboð óskast.
Lindarholt, Dalabyggð
Tilboð
1.166,0 m2
Lindarholt er landmikil og falleg jörð, mikið land að sjó og að töluverðu leiti á láglendi sem er víðáttumikið graslendi og nær allt ræktanlegt og því ákjósanlegt til landbúnaðar. Ræktaðir eru u.þ.b. 300 ha. lands en ræktanlegt land er meira. Fjalllendi og land neðan sjávarbakkabrúnar er óskipt og er eignarhlutur Lindarholts 1/3 af því og einnig að fjörunni. Töluverður húsakostur er á jörðinni bæði eru þar verksmiðjuhúsin, íbúðarhús og vélaskemma með viðgerðaraðstöðu.
Veiðiréttur samkvæmt núvera…
Syðri-Reykir II, Bláskógabyggð
Kr. 90.000.000
373,2 m2
Til sölu jörðin Syðri Reykir II í Bláskógabyggð (áður Biskupstungnahreppi) landnúmer 167163. Um er að ræða íbúðarhús ásamt um það bil 15,5 hektara landi, einnig hluti í jarðhita-réttindum í Syðri Reykjahver. Íbúðarhúsið er timburhús upphaflega byggt árið 1937, hæð og ris á steyptum kjallara, samtals 193,2m2. Húsið hefur verið mikið lagfært. Auk þess er 180m2 geymsla. Mikill trjágróður er umhverfis húsið. Landið er framræst land sem liggur sunnan við bæinn. Jarðhitarétt..
nánar
Jaðar 1, Borgarbyggð
Kr. 29.800.000
146,8 ha
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000
er með til sölu Jaðar 1 landnúmer 211371 Í Borgarbyggð.
Jaðar 1 er 146,8 hektara landspilda úr jörðinni Ánastaðir í Borgarbyggð. Landið er fremur slétt og á láglendi, klapparholt á stöku stað, vel gróið og hluti af því framræst.
nánar
Syðra-Sel Stokkseyri, Árborg
Kr. 55.000.000
0,0 m2
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000
er með til sölu jörðina Syðra-Sel landnúmer 165562 í Sveitarfélaginu Árborg áður Stokkseyrahreppi.
Enginn húsakostur er á jörðinni. Jörðin er talin vera 100-110 hektarar. Eignina mynda þrjár sjálfstæðar landspildur, misstórar. Allt vel gróið land og hentugt til margskonar nota. Staðsetning: Rétt austan þorpsins á Stokkseyri. Áhugavert land m.a vegna nálægðar við byggðina á Eyrarbakka og Stokkseyri. 10…
Sauðholt land, Ásahreppi
Kr. 28.800.000
78,5 ha
Til sölu 78,5 hektara landspilda landnúmer 193000 úr jörðinni Sauðholt í Ásahreppi. Um er að ræða fallegt valllendi sem er framræst að hluta. Stutt frá Þjórsá, austan megin. Landinu hallar lítilsháttar til suðurs og suðausturs. Mikið graslendi sem hægt væri að brjóta til ræktunar. Landið selst í einu lagi. Lega þess markast af Steinslæk í suðri en af mörkuðum línum skv uppdrætti til norðurs og versturs. Hægt er að komast að landinu um Ásveg um brú yfir Steinslæk, en gera þarf …
Glaumbær, Staðarsveit
Kr. 98.000.000
547,4 m2
Til sölu jörðin Glaumbær landnúmer 136210 í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Glaumbær er áhugaverð jörð með eldri húsakosti í Staðarsveit á Snæfellsnesi í Snæfellsbæ. Íbúðarhúsið sem er 90,7m2 hefur verið töluvert endurnýjað. Útihús þarnast lagfæringar. Jörðin í séreign er um 20 hektarar auk þess um 250 hektarar hlutdeild í óskiptu landi fyrir ofan þjóðveg. Áhugaverð staðsetning. Veiðihlunnindi í Hagavatni.
Dalbraut 18, Bíldudalur
Tilboð
171,4 m2
Fasteignamiðstöðin, Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 550 3000 er með til sölu fasteignina Dalbraut 18, Vesturbyggð.
Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er samkvæmt þjóðskrá byggt árið 1965 og er 171,4 fm að stærð þar af bílskúr 29,6 fm.
Um er að ræða áhugavert hús með góða staðsetningu.
Móavík land úr Móum, Kjalarnesi
Tilboð
47,8 ha
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu 47,8 ha land nefnt Móavík landnúmer 125732 úr jörðinnni Móum á Kjalarnesi sem nú tilheyrir Reykjavík.
Hér er um að ræða áhugavert land sem liggur að sjó. Landið liggur m.a. á þeim slóðum þar sem til stóð að væntanleg Sundabraut kæmi á land á Kjalarnesi. Húsakostur sem fylgir landinu er hesthús byggt 1986 stærð 62,5 fermetrar. Þetta er fjárfestingarkostur sem vert er að skoða.
Ytri-Hóll II, Rangárþingi eystra
Kr. 95.000.000
146 ha
Til sölu jörðin Ytri-Hóll II landnúmer 163951 Rangárþingi eystra. Ytri-Hóll er lögbýli sem er 146 hektarar og ræktað land samkvæmt Þjóðskrá 5,8 hektarar. Jörðin á land að bökkum Hólsár. Húsakostur sem er á jörðinni er gamalt 63,6 m2 lögbýli, sem er í dag er nýtt sem sumarhús, byggt árið 1920 úr timbri ásamt 55,5 m2 verkfærageymslu. Þriggja fasa rafmagn. Jörðin er á friðsælu svæði með fallegri sýn til fjalla meðal annas Eyjafjallajökuls, Þríhyrnigs og Heklu. Ytri-Hóll býður upp á …